Lítið skref á stórfenglegri auðn

21. júlí 2014

  • Neil Armstrong á tunglinu
    Neil Armstrong á tunglinu

Aðfaranótt mánudagsins 21. júlí árið 1969 stigu menn fyrst fæti á tunglið. Þótt Neil Armstrong hafi verið fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið, eru nánast engar ljósmyndir til af honum á tunginu.

Myndin sem hér sést er eina myndin sem til er af Neil (í heilu lagi) á yfirborði tunglsins. Neil var ljósmyndarinn í ferðinni og þá sjaldan að hann afhenti Buzz myndavélina var Buzz of upptekinn við að taka myndir af einhverju öðru en leiðangursstjóranum, til dæmis eigin fótspori, sem hann átti reyndar að gera.

Af hverju virðist fáninn blakta á þessari mynd? Hann blaktir reyndar ekki, heldur er honum haldið uppi af tveimur fánastöngum. Fjallað var um það og allt það helsta í tunglgöngu Neils og Buzz í 15. og 16. þætti af Kapphlaupinu til tunglsins sem heyra má hér fyrir neðan.

Mynd: Apollo Lunar Surface Journal

Ummæli