Verðandi Wolf-Rayet stjarna

29. september 2014

  • AG Carinae eða HD 94910 í stjörnumerkinu Kilinum
    AG Carinae eða HD 94910 í stjörnumerkinu Kilinum.

Á þessari nýju ljósmynd frá Hubble geimsjónaukanum sést sérstaklega björt stjarna, AG Carinae eða HD 94910. Stjarnan er í um 20.000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Kilinum.

AG Carinae er flokkuð sem björt blá breytistjarna. Slíkar stjörnur eru efnismiklar og komnar langt á þróunarbrautinni og verða dag einn að Wolf-Rayet stjörnum — tegund stjarna sem eru allt að nokkrum milljón sinnum bjartari en sólin. Í upphafi voru þessar stjörnur um tuttugu sinnum efnismeiri en sólin.

Stjörnur á borð við AG Carinae glata massa ört. Massatapið er af völdum öflugra stjörnuvinda sem ná allt að 7 milljón km hraða á klukkustund. Vindarnir blása með miklum krafti og móta miðgeimsskýið í kring, sem er úr efni sem stjarnan hefur varpað frá sér í gegnum tíðina.

Ætla mætti að svona björt stjarna sæist vel með berum augum en svo er reyndar ekki. Stjarnan er óralangt í burtu og stór hluti geislunar hennar er útfjólublátt ljós, sem við greinum ekki.

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Ummæli