Lendingarstaður Philae

10. nóvember 2014

  • Lendingarstaður Philae á halastjörnunni 67P/C-G
    Lendingarstaður Philae á halastjörnunni 67P/C-G

Miðvikudaginn 14. nóvember rennur upp stór stund í geimkönnunarsögu mannkyns. Skömmu eftir klukkan 16 að íslenskum tíma mun Philae kanninn, sem er hluti af Rosetta leiðangrinum, lenda á yfirborði halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko.

Myndin sem hér sést var tekin með NavCam myndavél Rosetta geimfarsins hinn 6. nóvember síðastliðinn úr um það bil 28 km hæð yfir halastjörnunni. Efst á myndinni, fyrir ofan lægðina, sést lendingarstaðurinn sem nefnist Agilkia. Staðurinn var valinn því hann var álitinn einna öruggastur af þeim fimm stöðum sem komu til greina.

Mynd: ESA/Rosetta/NavCam

Ummæli