Sólsetur á Mars

11. maí

  • Sólsetur á Mars
    Sólsetur á Mars.

Hinn 15. apríl 2015 fylgdist Marsjeppinn Curioisty með sólinni ganga til viðar frá Gale gígnum á Mars. Þetta er fyrsta litmynd jeppans af sólsetri á Mars.

Hárfínar rykagnir í örþunnum lofthjúpnum dreifa betur bláu ljósi en rauðu þegar sólin er lágt á lofti. Sólsetur á Mars eru því blá-hvít en ekki rauðleit eða appelsínugul eins og á Jörðinni.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS

Ummæli