Niturrík geimþoka

22. júní

  • Hringþokan NGC 6153 í stjörnumerkinu Sporðdrekanum
    Hringþokan NGC 6153 í stjörnumerkinu Sporðdrekanum

Hér sést geimþoka sem kallast NGC 6153 á mynd sem Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók. Þokan er í um 4.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Sporðdrekanum.

Þokan er eifar stjörnu á borð við sólina okkar sem hefur klárað vetnisforða sinn. Þegar það gerist varpar stjarnan frá sér efni út í geiminn sem síðan jónast fyrir tilverknað orkuríks útfjólublás ljóss frá heitum kjarna stjörnunnar í miðju þokunnar.

NGC 6153 er þar af leiðandi hringþoka. Mælingar sýna að í henni er mikið magn af neoni, argoni, súrefni, kolefni og klórs — allt að þrisvar sinnum meira en í sólkerfinu okkar. Í þokunni er líka fimm sinnum meira nitur en í sólinni!

Þótt hugsanlegt sé að stjarnan hafi framleitt óvenju mikið af þessum efnum með árunum er sennilegra að stjarnan hafi í byrjun orðið til úr efnisskýi sem innihélt mikið magn af þessum frumefnum.

Mynd: ESA/Hubble & NASA. Þakkir: Matej Novak

Ummæli