Stjarna í andarslitrunum

27. júlí

  • Hringþokan NGC 6565
    Hringþokan NGC 6565

Á þessari mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést stjarna í andarslitrunum. Þessi hluti af æviskeiði stjörnu stendur yfir í mjög stuttan tíma, á stjarnfræðilegan mælikvarða, en langan á mælikvarða okkar, eða í tugi þúsunda ára.

Dauði stjörnunnar nær hámarki í myndun hringþokunnar sem hér sést og kallast NGC 6565. Hringþokan varð til þegar stjarnan varpaði frá sér ytri lögum sínum út í geiminn. Þegar nægt efni hafði kastast út í geiminn kom bjartur kjarni stjörnunnar í ljós. Frá honum berst orkurík útfjólublá geislun sem örvar gasið og þokan lýsist upp.

Hringþokur skína í um 10.000 ár eða svo áður en stjarnan í miðjunni byrjar að kólna og breytist í hvítan dverg. Þegar þetta gerist minnkar birta stjörnuleifarinnar mikið og hættir hún þá að örva gasið svo þokan dofnar.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli