Njólubaugur við Skógafoss

31. ágúst

  • Njólubaugur við Skógafoss
    Njólubaugur við Skógafoss

Í tunglskini er stundum hægt að koma auga á regnboga að nóttu til, svokallaða njólubauga. Slíkir regnbogar eru mun daufari en hliðstæður þeirra á daginn og virka stundum hvítir.

Þessi mynd var tekin skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 29. ágúst síðastliðinn við Skógafoss. Boginn sást vel með berum augum undir stjörnubjörtum himni prýddum norðurljósum.

Á himninum sjást Karlsvagninn og Litlibjörn fyrir ofan, með Pólstjörnuna í broddi fylkingar.

Mynd: Sævar Helgi Bragason

Ummæli