Næturhlið Satúrnusar

21. september

  • Næturhlið Satúrnusar
    Næturhlið Satúrnusar

Cassini geimfar NASA tók þessa glæsilegu mynd af næturhlið Satúrnusar hinn 15. janúar 2015 úr 2,4 milljón km fjarlægð frá reikistjörnunni.

Rétt fyrir neðan hringana næturmegin (neðarlega vinstra megin á myndinni) glittir í tunglið Teþýs. Teþýs er 1062 km á breidd en birtan hefur verið aukin þrefalt til að auka aýnileika þess.

Á norðurpól Satúrnusar sést sexhyrnda skýjakerfið.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli