Búnaður

Búnaður til stjörnuskoðun er misjafn af gæðum og misdýr. Þess vegna er mikilvægt að vanda valið. Hér fjöllum við um stjörnusjónauka og fylgihluti sem þeim tengjast.


Stjörnusjónaukar

Það er stórt skref fyrir alla stjörnuáhugafólk að kaupa sjónauka og nauðsynlegt að vanda valið. Sjónaukar koma í öllum stærðum og gerðum. Mundu að besti sjónaukinn er sá sem þú notar mest.


Augngler

Augngler eru mikilvægustu fylgihlutir stjörnusjónauka. Þau ráða stækkuninni, sjónsviðinu og gæði myndarinnar. Án þeirra sæist ekkert í gegnum sjónaukann. Gott er að eiga að minnsta kosti þrjú augngler.


Stækkun

Sjónaukar gera lítið annað en safna ljósi. Með augngleri er hægt að magna myndina. Margir halda að stækkun sé mikilvægasti eiginleiki sjónauka en svo er alls ekki.


Tölvustýrðir sjónaukar

Tölvustýrðir sjónaukar hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Þótt það sé vissulega spennandi að láta tölvu sjá um að finna fyrirbærin er nauðsynlegt að þekkja nokkur grundvallaratriði.