Messierskráin

  • messier, djúpfyrirbæri
    Öll djúpfyrirbærin í Messierskránni

Fyrsta útgáfa skrárinnar innihélt 45 fyrirbæri eða frá M1 (Krabbaþokunni) upp í M45 (Sjöstirnið) og kom út árið 1774. Lokaútgáfa skrárinnar kom út árið 1781 og innihélt fyrirbæri sem aðrir stjörnufræðingar höfðu uppgötvað. Lokaútgáfan innihélt 103 fyrirbæri en síðustu sjö fyrirbærunum var bætt við á 20. öldinni. Þá grannskoðuðu stjörnufræðingar dagbækur Messier og fundu sjö djúpfyrirbæri í viðbót sem hann hafði skoðað en ekki sett í skrá sína.

Messier stundaði athuganir sínar frá stjörnustöðinni í turni Hotel de Clugny í París í Frakklandi. Af þeim sökum eru mest megnis fyrirbæri á norðurhveli himins í skránni. Mörg glæsilegustu fyrirbæri suðurhiminsins eins og Kjalarþokan, kúluþyrpingarnar Omega Centauri og 47 Tucanae auk Stóra og Litla Magellanskýsins, eru því ekki í skrá Messiers. Stjörnustöð Messiers var fjarlægð af turninum snemma á 19. öld en húsið er enn til og gegnir nú hlutverki safns.

Í dag er Messier-skráin fyrst og fremst samansafn af fallegustu djúpfyrirbærum næturhiminsins, þ.e.a. geimþokum, lausþyrpingum, kúluþyrpingum og vetrarbrautum. Útgáfa skrárinnar markaði þáttaskil í sögu rannsókna á djúpfyrirbærum. Hún var fyrsta yfirgripsmikla safnið sem gefið var út um þessi fyrirbæri. Rannsóknir stjörnufræðinga á þeim leiddu að lokum til mikilvægra uppgötvana á lífsferlum stjarna, eðli vetrarbrauta og þróun alheimsins.

Margir stjörnuáhugamenn reyna við svonefnt „Messier-maraþon“ sem felst í því að reyna að sjá öll Messier-fyrirbærin á einni nóttu í kringum jafndægur að vori. Við Íslendingar erum stödd það norðarlega á hnettinum að syðstu fyrirbærin í skránni sjást ekki frá Íslandi. Þeir sem búa sunnar á hnettinum (t.d. í Frakklandi þar sem Messier skráði fyrirbærin eða enn sunnar) geta spreytt sig á maraþoninu. Þótt þrautin beri formlegt nafn er hún í raun óformleg einstaklingskeppni þar sem hver keppir við sjálfan sig. Síðustu fyrirbærin koma í ljós þegar líður að sólarupprás og því er gott úthald nauðsynlegt ásamt kunnáttu á staðsetningu og útliti Messier-fyrirbæranna.

Mynd
M-númer
NGC-númer
Algengt nafn
Tegund
Stjörnumerki
m1_krabbathokan_60px
M1
NGC 1952
Krabbaþokan
Sprengistjörnuleif
Nautið
m2_kuluthyrping_60px
M2
NGC 7089

Kúluþyrping
Vatnsberinn
m3_kuluthyrping_60px
M3
NGC 5572
  Kúluþyrping
Veiðihundarnir
m4_kuluthyrping_60px
M4
NGC 6121
  Kúluþyrping
Sporðdrekinn
m5_kuluthyrping_60px
M5
NGC 5904
  Kúluþyrping
Höggormurinn
m6_lausthyrping_60px
M6
NGC 6405
Fiðrildaþyrpingin
Lausþyrping
Sporðdrekinn
m7_lausthyrping_60px
M7
NGC 6475
Þyrping Ptólmæosar
Lausþyrping
Sporðdrekinn
m8_stjornuthoka_60px
M8
NGC 6523
Lónþokan
Ljómþoka / rafað vetnisský
Bogmaðurinn
m9_kuluthyrping_60px
M9
NGC 6333

Kúluþyrping
Naðurvaldi
m10_kuluthyrping_60px
M10
NGC 6254
  Kúluþyrping
Naðurvaldi
m11_lausthyrping_60px
M11
NGC 6705
Villiandarþyrpingin
Lausþyrping
Skjöldurinn
m12_kuluthyrping_60px
M12
NGC 6218
  Kúluþyrping
Naðurvaldi
m13_kuluthyrping_60px
M13
NGC 6205
Kúluþyrpingin mikla í Herkúlesi
Kúluþyrping
Herkúles
m14_kuluthyrping_60px
M14
NGC 6402
  Kúluþyrping
Naðurvaldi
m15_kuluthyrping_60px
M15
NGC 7078
  Kúluþyrping
Pegasus
m16_stjornuthoka_60px
M16
NGC 6611
Arnarþokan
Ljómþoka / rafað vetnisský  Höggormurinn
m17_stjornuthoka_60px
M17
NGC 6618
Omegaþokan
Svansþokan

Ljómþoka / rafað vetnisský
Bogmaðurinn
m18_lausthyrping_60px
M18
NGC 6613    Lausþyrping
Bogmaðurinn
m19_kuluthyrping_60px
M19
NGC 6273
  Kúluþyrping
Naðurvaldi
m20_stjornuthoka_60px
M20
NGC 6514
Þrískipta þokan
Ljómþoka / rafað vetnisský
Bogmaðurinn
m21_lausthyrping_60px
M21
NGC 6531
  Lausþyrping
Bogmaðurinn
m22_kuluthyrping_60px
M22 NGC 6656
Bogmannsþyrpingin
Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m23_lausthyrping_60px
M23
NGC 6494

Lausþyrping
Bogmaðurinn
m24_stjornusky_60px
M24
NGC 6603
Bogmannsskýið
Stjörnuský í Vetrarbrautinni
Bogmaðurinn
m25_lausthyrping_60px
M25
IC 4725
  Lausþyrping
Bogmaðurinn
m26_lausthyrping_60px
M26
NGC 6694
  Lausþyrping
Skjöldurinn
m27_hringthoka_60px
M27
NGC 6853
Dymbilþokan
Hringþoka
Litlirefur
m28_kuluthyrping_60px
M28
NGC 6626
  Kúluþyrping
Bogmaðurinn
29_lausthyrping_60px
M29
NGC 6913
  Lausþyrping
Svanurinn
m30_kuluthyrping_60px
M30
NGC 7099
  Kúluþyrping
Steingeitin
m31_vetrarbraut_60px
M31
NGC 224
Andrómeduþokan
Þyrilvetrarbraut
Andrómeda
m32_vetrarbraut_60px
M32
NGC 221
  Dvergsporvala
Andrómeda
m33_vetrarbraut_60px
M33
NGC 598
Þríhyrningsþokan
Þyrilvetrarbraut
Þríhyrningurinn
m34_lausthyrping_60px
M34
NGC 1039
  Lausþyrping
Perseifur
m35_lausthyrping_60px M35
NGC 2168
  Lausþyrping
Tvíburarnir
m36_lausthyrping_60px
M36
NGC 1960
  Lausþyrping
Ökumaðurinn
m37_lausthyrping_60px
M37
NGC 2099
  Lausþyrping
Ökumaðurinn
m38_lausthyrping_60px
M38
NGC 1912    Lausþyrping Ökumaðurinn
m39_lausthyrping_60px
M39 NGC 7092
  Lausþyrping
Svanurinn
m40_tvistirni_60px
M40
  Winnecke 4
Tvístirni
Stóribjörn
m41_lausthyrping_60px
M41
NGC 2287    Lausþyrping
Stórihundur
m42_sverdthokan_60px
M42
NGC 1976
Sverðþokan
Rafað vetnisský
Óríon
m43_stjornuthoka_60px
M43
NGC 1982
Þoka De Mairan
Ljómþoka / rafað vetnisský
Óríon
m44_lausthyrping_60px
M44
NGC 2632
Býflugnabúið / Jatan
Lausþyrping
Krabbinn
m45_sjostirnid_60px
M45

Sjöstirnið
Lausþyrping
Nautið
m46_lausthyrping_60px
M46
NGC 2437
  Lausþyrping
Skuturinn
m47_lausthyrping_60px
M47
NGC 2422
  Lausþyrping
Skuturinn
m48_lausthyrping_60px
M48
NGC 2548
  Lausþyrping
Vatnaskrímslið
m49_vetrarbraut_60px
M49
NGC 4472
  Sporvöluvetrarbraut
Meyjan
m50_lausthyrping_60px M50
NGC 2323
  Lausþyrping
Einhyrningurinn
m51_vetrarbraut_60px
M51
NGC 5194
Svelgurinn
Þyrilvetrarbraut
Veiðihundarnir
m52_lausthyrping_60px M52
NGC 7654
  Lausþyrping
Kassíópeia
m53_kuluthyrping_60px
M53
NGC 5024
  Kúluþyrping
Bereníkuhaddur
m54_kuluthyrping_60px
M54
NGC 6715
  Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m55_kuluthyrping_60px
M55
NGC 6809
  Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m56_kuluthyrping_60px
M56
NGC 6779
  Kúluþyrping
Harpan
m57_hringthoka_60px
M57
NGC 6720
Hringþokan
Hringþoka
Harpan
m58_vetrarbraut_60px
M58
NGC 4579
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Meyjan
m59_vetrarbraut_60px
M59
NGC 4621
  Sporvöluvetrarbraut
Meyjan
m61_vetrarbraut_60px M60
NGC 4649
  Sporvöluvetrarbraut
Meyjan
m61_vetrarbraut_60px
M61
NGC 4303
  Þyrilvetrarbraut
Meyjan
m62_kuluthyrping_60px
M62
NGC 6266

Kúluþyrping
Naðurvaldi
m63_vetrarbraut_60px
M63
NGC 5055
Sólblómið
Þyrilvetrarbraut
Veiðihundarnir
m64_vetrarbraut_60px
M64
NGC 4826
Glóðaraugað
Þyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m65_vetrarbraut_60px
M65
NGC 3623
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Ljónið
m66_vetrarbraut_60px
M66
NGC 3627
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Ljónið
m67_lausthyrping_60px
M67
NGC 2682
  Lausþyrping
Krabbinn
m68_kuluthyrping_60px
M68
NGC 4590
  Kúluþyrping
Vatnaskrímslið
m69_kuluthyrping_60px
M69 NGC 6637
  Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m70_kuluthyrping_60px
M70
NGC 6681
  Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m71_kuluthyrping_60px
M71
NGC 6838
  Kúluþyrping
Örin
m72_kuluthyrping_60px
M72
NGC 6981
  Kúluþyrping
Vatnsberinn
m73_samstirni_60px M73
NGC 6994
  Samstirni
Vatnsberinn
m74_vetrarbraut_60px
M74
NGC 628
  Þyrilvetrarbraut
Fiskarnir
m75_kuluthyrping_60px
M75
NGC 6864

Kúluþyrping
Bogmaðurinn
m76_stjornuthoka_60px
M76
NGC 650, NGC 651
Litla-Dymbilþokan
Hringþoka
Perseifur
m77_vetrarbraut_60px
M77
NGC 1068
  Þyrilvetrarbraut
Hvalurinn
m78_stjornuthoka_60px
M78
NGC 2068
  Endurskinsþoka
Óríon
m79_kuluthyrping_60px
M79
NGC 1904
  Kúluþyrping
Hérinn
m80_kuluthyrping_60px
M80
NGC 6093
  Kúluþyrping
Sporðdrekinn
m81_vetrarbraut_60px
M81
NGC 3031
Vetrarbraut Bodes
Þyrilvetrarbraut
Stóribjörn
m82_vetrarbraut_60px
M82
NGC 3034
Vindillinn
Afbrigðileg vetrarbraut
Stóribjörn
m83_vetrarbraut_60px
M83
NGC 5236
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Vatnaskrímslið
m84_vetrarbraut_60px
M84
NGC 4374
  Linsulaga vetrarbraut
Meyjan
m85_vetrarbraut_60px
M85
NGC 4382
  Linsulaga vetrarbraut
Bereníkuhaddur
m86_vetrarbraut_60px
M86
NGC 4406
  Linsulaga vetrarbraut
Meyjan
m87_vetrarbraut_60px
M87
NGC 4486   Sporvöluvetrarbraut
Meyjan
m88_vetrarbraut_60px
M88
NGC 4501
  Þyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m89_vetrarbraut_60px
M89
NGC 4552
  Sporvöluvetrarbraut
Meyjan
m90_vetrarbraut_60px M90
NGC 4569
  Þyrilvetrarbraut
Meyjan
m91_vetrarbraut_60px
M91
NGC 4548
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m92_kuluthyrping_60px
M92
NGC 6341
  Kúluþyrping
Herkúles
m93_lausthyrping_60px
M93
NGC 2447
  Lausþyrping
Skuturinn
m94_vetrarbraut_60px
M94
NGC 4736
  Þyrilvetrarbraut
Veiðihundarnir
m95_vetrarbraut_60px
M95
NGC 3351
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Ljónið
m96_vetrarbraut_60px
M96
NGC 3368
  Þyrilvetrarbraut
Ljónið
m97_stjornuthoka_60px
M97
NGC 3587
Ugluþokan
Hringþoka
Stóribjörn
m98_vetrarbraut_60px M98
NGC 4192
  Þyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m99_vetrarbraut_60px
M99
NGC 4254
  Þyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m100_vetrarbraut_60px
M100
NGC 4321
  Þyrilvetrarbraut
Bereníkuhaddur
m101_vetrarbraut_60px
M101
NGC 5457

Þyrilvetrarbraut
Stóribjörn
m102_vetrarbraut_60px
M102
NGC 5866
  Linsulaga vetrarbraut
Drekinn
m103_lausthyrping_60px
M103
NGC 581
  Lausþyrping
Kassíópeia
m104_vetrarbraut_60px
M104
NGC 4594
Mexíkóahatturinn
Þyrilvetrarbrauta
Meyjan
m105_vetrarbraut_60px
M105
NGC 3379
  Sporvöluvetrarbraut
Ljónið
m106_vetrarbraut_60px
M106
NGC 4258
  Þyrilvetrarbraut
Veiðihundarnir
m107_kuluthyrping_60px
M107
NGC 6171
  Kúluþyrping
Naðurvaldi
m108_vetrarbraut_60px
M108
NGC 3556
  Þyrilvetrarbraut
Stóribjörn
m109_vetrarbraut_60px
M109
NGC 3992
  Bjálkaþyrilvetrarbraut
Stóribjörn
m110_vetrarbraut_60px
M110
NGC 205
  Dvergsporvala
Andrómeda