Messier 25

Lausþyrping í Bogmanninum

  • Messier 25, lausþyrping, bogmaðurinn
    Lausþyrpingin Messier 25 í Bogmanninum. Mynd: Hillary Mathis, Vanessa Harvey, REU program/NOAO/AURA/NSF.
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
18klst 31,6mín
Stjörnubreidd:
-19° 15"
Fjarlægð:
2.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+4,6
Stjörnumerki: Bogmaðurinn
Önnur skráarnöfn:
IC 4725

Franski stjörnufræðingurinn Philippe Loys de Chéseaux uppgötvaði þyrpinguna árið 1745. Landi hans Charles Messier bætti henni við skrá sína 20. júní árið 1764. Þótt hún sjáist vel í minnstu sjónaukum ber hún, merkilegt nokk, engin önnur skráarheiti en M25 og IC 4725 en Johann Dreyer bætti henni í IC skrá sina árið 1908.

Í þyrpingunni er breytistjarna, U Sagittari, af gerð sefíta. Það kemur heim og saman við þá staðreynd að þyrpingin er nokkuð gömul, líklega um 90 milljón ára. Sefítiinn gerir okkur líka kleift að reikna út fjarlægð þyrpingarinnar sem reynist rúmlega 2.000 ljósár. Hún er um 20 ljósár í þvermál.

Á himninum

Messier 25 sést frá Íslandi, með naumindum þó, því þyrpingin rís aldrei hátt yfir sjóndeildarhringinn. Best er að sjá hana að hausti til, í lok ágúst og snemma í september. Notast þarf við stjörnukort af Bogmanninum til að finna hana.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 25, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_25

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 25. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-25 (sótt: DAGSETNING).