Messier 93

Lausþyrping í Skutinum

  • Messier 93, lausþyrping, Skuturinn
    Lausþyrpingin Messier 93 í Skutinum. Mynd: 2MASS
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
07klst 44,6mín 
Stjörnubreidd:
-23° 52′
Fjarlægð:
3.600 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,0
Stjörnumerki: Skuturinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 2447

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna þann 20. mars árið 1781.

Messier 93 er í um 3.600 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þyrpingin er um 20 ljósár í þvermál. Hún er álitin um 400 milljón ára gömul. Að minnsta kosti 80 stjörnur tilheyra þyrpingunni en þær björtustu eru bláir risar af gerð B9.

Á himninum

Messier 93 rétt gægist upp yfir sjóndeildarhringinn frá Íslandi. Best er að skoða hana rétt fyrir og í kringum miðnætti snemma í marsmánuði. Nota þarf stjörnukort af Skutinum til að finna hana. Í gegnum stjörnusjónauka við litla stækkun sést að þyrpingin minnir á þríhyrning. Þyrpingin er næstum jafn björt og nágranninn Messier 46 en gisnari.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 93, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_93

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sverrir Guðmundsson og Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 93. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-93 (sótt: DAGSETNING).