NGC 1365

  • eso1038a
Helstu upplýsingar
Tegund: Bjálkaþyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
03klst 33mín 36,4s
Stjörnubreidd:
-36° 08′ 25"
Fjarlægð:
56 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,3
Stjörnumerki: Ofninn
Önnur skráarnöfn:

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði vetrarbrautina þann 2. september árið 1826.

NGC 1365 er ein mest rannsakaða bjálkaþyrilvetrarbraut himins. Hún er stundum kölluð Bjálkaþyrilvetrarbrautin mikla vegna þess hve formfögur hún er. Í miðju hennar bjálki og út frá honum skaga tveir mjög áberandi þyrilarmar en nærri miðju bjálkans er líka annar umfangsminni þyrilarmur. Vetrarbrautin öll er svo sett þunnum rykslæðum.

Bjálkinn mikli hefur mikil áhrif á þyngdarsvið vetrarbrautarinnar þannig að sums staðar myndast svæði þar sem gas þéttist og stjörnur verða til. Í þyrilörmunum eru margar ungar stjörnuþyrpingar sem innihalda mörg hundruð eða þúsundir bjartra stjarna sem eru innan við 10 milljón ára gamlar.

Í bjálkanum eru mestmegnis gamlar stjörnur. Í gegnum hann streymir gas og ryk í átt að risasvartholi í miðjunni.

NGC 1365 tilheyrir þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Ofninn. Þyrilarmar hennar tegja sig meira en 200.000 ljósár út í geiminn svo vetrarbrautin er tvöfalt stærri en vetrarbrautin okkar. Ytri hlutar bjálkans eru um 350 milljónir ára að snúast í kringum kjarnann.

Heimildir

  1. Tignarleg vetrarbraut í óvenjulegu ljósi

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1365

  3. Courtney Seligman - NGC 1365

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1365