B-hringur Satúrnusar

6. febrúar

  • Smáatriði í B-hring Satúrnusar
    Smáatriði í B-hring Satúrnusar

Undanfarna mánuði hefur Cassini geimfar NASA komist nær hringum Satúrnusar en áður og náð mögnuðum myndum af þeim. Hér sést lítill hluti af B-hringnum, tekin úr 51.000 km hæð hinn 18. desember 2016. Ótrúleg smáatriði koma í ljós sem sýna vel hversu fínir hringar Satúrnusar eru. Þeir eru myndaðir af örþunnum þráðum úr ís- og rykögnum en inn á milli eru örlitlar geilar. Fínu, ljósu deplarnir á myndinni eru af völdum geimgeisla.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli