Dafnis í hringum Satúrnusar

  • Tunglið Dafnis í hringum Satúrnusar
    Tunglið Dafnis í hringum Satúrnusar

Dafnis er 8 km breitt tungl innan í Keeler-geilinni í hringum Satúrnusar. Þegar Dafnis snýst í kringum Satúrnus dregur þyngdarkraftur tunglsins ís- og rykagnir hringanna með sér og ýtir öðrum á undan svo bylgjumynstur verður til eins og gárur á vatni. Sjá má fáeina gíga og sléttur á yfirborðinu sem og hrygg við miðbauginn. Myndin var tekin 16. janúar síðastliðin úr 28.000 km hæð og er sú besta sem tekin hefur verið af þessu litla tungli.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli