GOES-16 lítur til tunglsins

  • Tunglið og Jörðin frá GOES-16
    Tunglið og Jörðin frá GOES-16

Í nóvember 2016 var GOES-16 gervitungli NASA og NOAA skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída. Gervitunglið vaktar Jörðina úr ríflega 37.000 km hæð og fylgist aðallega með veðri. Stöku sinnum læðist tunglið inn á myndir þess eins og á þessari sem tekin var 15. janúar 2016. Tunglið er rauðleitara en í raun og veru vegna þess að myndavélar gervitunglsins eru næmar fyrir innrauðu ljósi.

Mynd: NOAA/NASA

Ummæli