Jörðin og Máninn frá Mars

  • Jörðin og Máninn frá Mars
    Jörðin og Máninn frá Mars

Hinn 20. nóvember 2016 var HiRISE sjónaukanum á Mars Reconnaissance Orbiter geimfari NASA beint að Jörðinni og Mánanum hennar. Þegar myndin var tekin var Jörðin í 203 milljón km fjarlægð frá Mars. Hvíti ljósbletturinn á suðurhvelinu er Suðurskautslandið en rauðleita „eyjan“ þar fyrir ofan er Ástralía. Efst glittir svo í suðaustur Asíu.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Univ. of Arizona

Ummæli