Glitrandi stjörnumergð

8. desember 2014

  • Kúluþyrpingin Messier 92 í stjörnumerkinu Herkúlesi. Mynd: ESA/Hubble & NASA
    Kúluþyrpingin Messier 92 í stjörnumerkinu Herkúlesi. Mynd: ESA/Hubble & NASA

Á þessari mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést Messier 92, glitrandi kúluþyrping í stjörnumerkinu Herkúlesi. Þyrpingin svífur umhverfis Vetrarbrautina okkar eins og fylgitungl í um 25.000 ljósára fjarlægð frá okkur.

Messier 92 er ein bjartasta kúluþyrpingin í Vetrarbrautinni okkar og sést með berum augum við góðar aðstæður. Hún er mjög þétt og inniheldur um 330.000 stjörnur. Í þyrpingunni er nánast aðeins vetni og helíum. Er hún því skilgreind sem kúluþyrping af Oosterhoff gerð II (OoII) sem þýðir hún tilheyrir málmsnauðum kúluþyrpingum. Í huga stjarnvísindamanna eru öll efni þyngri en vetni og helíum málmar.

Stjörnufræðingar geta fundið út aldur kúluþyrpinga með því að rannsaka efnasamsetningu þyrpinga eins og Messier 92. Málmsnauða þyrpingin Messier 92 er því ævaforn, örlítið yngri elheimurinn sjálfur.

Mynd: ESA/Hubble & NASA. Þakkir: Gilles Chapdelaine

Ummæli