Plútótunglið Kerberos

26. október

  • Kerberos, eitt af tunglum Plútós
    Kerberos, eitt af tunglum Plútós

Myndin var tekin úr álíka mikilli fjarlægð og tunglið er frá Jörðinni, eða úr 396.100 km fjarlægð frá Kerberos.

Kerberos virðist samansettur úr tveimur hlutum, sem gæti þýtt að tunglið hafi orðið til við samruna tveggja fyrirbæra Stærri hlutinn er um 8 km á breidd en sá minni í kringum 4,5 km.

Kerberos kom nokkuð á óvart. Fyrir framhjáflug New Horizons höfðu vísindamenn notað Hubble geimsjónaukann til að rannsaka Kerberos og drógu þá ályktun að tunglið væri tiltölulega stórt og massamikið en sýndist dauft þar sem það væri þakið dökku efni. Myndir New Horizons sýna hins vegar að Kerberos er álíka bjartur og hin tunglin, svo New Horizons hefur gerbreytt hugmyndum manna um þetta litla tungl.

Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute

Ummæli