Tunglið árið 2017

Tunglið árið 2017

Fullt tungl, nýtt tungl, „ofurmánar“ og sól- og tunglmyrkvar árið 2017

  • Full tungl. Mynd: Sævar Helgi Bragson/Stjörnufræðivefurinn
    Full tungl. Mynd: Sævar Helgi Bragson/Stjörnufræðivefurinn

Tunglið  snýst í kringum Jörðina á tæpum mánuði. Umferðartími tunglsins um Jörðina miðað við sólina er að meðaltali 29,53 dagar. Á þeim tíma gengur það í gegnum kvartilaskipti, þ.e. vex úr nýju tungli í fullt og minnkar þá úr fullu í nýtt. Vaxandi tungl sést alltaf á kvöldin en minnkandi tungl síðla nætur og á morgnana.

Kvartilaskipti tunglsins árið 2017 — Nýtt tungl og fullt tungl 2017

Nýtt tungl kl.   Fyrsta kvartil kl.   Fullt tungl kl.   Síðasta kvartil kl.
      5. janúar 19:47   12. janúar 11:34   19. janúar
22:14
29. janúar
00:07   4. febrúar
04:19   11. febrúar
00:33   18. febrúar
19:33
26. febfrúar
14:58   5. mars
11:32   12. mars
14:54   20. mars
15:48
28. mars
02:57   3. apríl
18:39   11. apríl
06:08   19. apríl
09:57
26. apríl
12:16   3. maí
02:47   10. maí
21:43   19. maí
00:33
25. maí
19:44   1. júní
12:42   9. júní
13:10   17. júní
11:33
24. júní
02:31   1. júlí
00:51   9. júlí
04:07   16. júlí
19:26
23. júlí
09:46   30. júlí
15:23   7. ágúst
18:11   15. ágúst
01:15
21. ágúst
18:30   29. ágúst
08:13   6. september
07:03   13. september
06:25
20. september
05:30   28. september
02:54   5. október
18:40   12. október
12:25
19. október
19:12   27. ágúst
22:22   4. nóvember
05:23   10. nóvember
20:37
18. nóvember
11:42   26. nóvember
17:03   3. desember
15:47   10. desember
07:51
19. desember
06:31   26. desember
09:20  
   
 

Taflan hér að ofan sýnir dagsetningu og tímasetningu kvartila tunglsins árið 2017 á íslenskum tíma.

Í myndskeiðinu hér undir sjást kvartilaskipti tunglsins og tunglvik árið 2017, séð frá norðurhveli Jarðar. Hver rammi samsvarar einni kjukkustund. Þegar tunglið snýst í kringum Jörðina sýnist það vagga. Þessi hreyfing er kölluð tunglvik og gerir okkur kleift að sjá 59% af yfirborði tunglsins. Ein helsta ástæða tunglviks er breytilegt sjónarhorn okkar vegna sporöskjulaga brautar tunglsins um Jörðina.

Að auki sýnir myndskeiðið staðsetningu tunglsins á braut sinni um Jörðina, lóðpunkta Jarðar og sólar (þá staði á Jörðinni þar sem tunglið og sólin eru í hvirfilpunkti), fjarlægð tunglsins frá Jörðinni í réttum hlutföllum og nöfn á gígum við skuggaskilin á tunglinu.

https://www.youtube.com/watch?v=gv65Orsh6LM

„Ofurmánar“ 2017 — Stærstu fullu tungl ársins (fullt tungl í jarðnánd)

Þegar full tungl verður innan við 90% af minnstu fjarlægð þess frá Jörðinni er talað um fullt tungl í jarðnánd eða „ofurmána“. Þá sýnist tunglið örlítið stærra og bjartara en þegar tunglið er fullt í jarðfirrð, þ.e. lengst frá Jörðinni. „Ofurmánar“ eru 30% bjartari og 14% breiðari en minnsta fulla tungl ársins. Munurinn á fullu meðaltungli og stærsta fulla tungli ársins er vart sjáanelegur

Fullt tungl kl. Fjarlægð
(km)
Þvermál á himni
(bogamínútur)
Hlutfallsleg
fjarlægð
Í jarðnánd Athugasemdir
12. janúar 11:34 366.880 32,57 0,913 10. janúar  
4. nóvember 05:23 354.004 32,83 0,941 6. nóvember  
3. desember 15:47 357.987 33,38 0,990 4. desember Stærsta fulla tungl ársins

Hlutfallsleg fjarlægð lýsir fjarlægð tunglsins sem hlutfallinu milli jarðfirrðar (0,0) og jarðnándar (1,0).

Sól- og tunglmyrkvar 2017

Árið 2017 verða tveir sólmyrkvar og tveir tunglmyrkvar.

Sólmyrkvar 2017

  1. Hringmyrkvi á sólu 26. febrúar: Sést Suður Ameríku, Suður Atlantshafi og suðurhluta Afríku, ekkert frá Íslandi

  2. Almyrkvi á sólu 21. ágúst: Sést stranda á milli í Bandaríkjunum. 2% deildarmyrkvi í Reykjavík

Tunglmyrkvar 2017

  1. Hálfskuggamyrkvi 11. febrúar: Sést í heild sinni frá Íslandi

  2. Deildarmyrkvi 7. ágúst: Sést ekki frá Íslandi

Tengt efni

Heimildir

  1. Fred Espenak. AstroPixels.com