Stjörnuhiminninn í apríl 2018

Sævar Helgi Bragason 25. mar. 2018 Stjörnuhiminninn

Upplýsingar um stjörnuhiminninn yfir íslandi, tunglstöðu og það helst sem sést á himninum í apríl 2018

 • Horft til himins

Tunglið í apríl 2018

 • Síðasta kvartil 8. apríl kl. 07:18
 • Nýtt tungl: 16. apríl kl. 01:57
 • Fyrsta kvartil: 22. apríl kl. 21:46
 • Fullt tungl: 30. apríl kl. 00:58
 • Tungl í jarðfirrð: 8. apríl – 404.144 km
 • Tungl í jarðnánd: 20. apríl – 368.714 km

Sjá nánar upplýsingar um tunglstöðu dag hvern .

Helst á himni í apríl 2018

 • 3.-4. NÓTT Tunglið rétt fyrir ofan Júpíter
 • 17.-18. KVÖLD Tunglið og Venus lágt í vestri við sólsetur
 • 23. KVÖLD/NÓTT Tunglið við Býflugnabúið í Krabbanum. Notaðu handsjónauka.
 • 30. NÓTT Fullt tungl og Júpíter á lofti

Sjá einnig Norðurljósaspá

Lærðu meira!

Stjornuskodun-1200x1419Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.

Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.

Sagt er frá tunglinu, sólinni og reikistjörnunum og hvernig best er að skoða þessa nágranna okkar í sólkerfinu. Ítarlega er fjallað um stjörnuhimininn og yfir fimmtíu fyrirbæri sem auðvelt er að finna, ýmist með handsjónauka, litlum stjörnukíki eða kröftugum stjörnusjónauka.

Bókin geymir að auki fjölda glæsilegra mynda og vönduð stjörnukort.

Horfðu til himins – þar leynist fleira en þig grunar!

Heimildir

 1. Sky & Telescope, aprílhefti 2018
 2. Fred Espenak, astropixels.com.