Messier 40

Tvístirni í Stórabirni

  • Messier 40, tvístirni, Stóribjörn
    Tvístirnið Messier 40 í Stórabirni. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
12klst 22mín 12,5s
Stjörnubreidd:
+58° 4´ 59"
Fjarlægð:
510 og 1.900 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9 til +10
Stjörnumerki: Stóribjörn
Önnur skráarnöfn:
Winnecke 4

Messier 40 er eitt þriggja óvenjulegra fyrirbæra í skrá Messiers. Það er tvístirni sem ber líka nafnið Winnecke 4. Líklega er um að ræða sýndartvístirni, þ.e.a.s. tvær misfjarlægar stjörnur sem fyrir tilviljun eru nánast í sömu sjónlínu við jörðina.

Messier fann tvístirnið árið 1764 þegar hann leitaði þoku sem Jóhannes Hevelíus taldi sig hafa fundið í nágrenni tvístirnisins árið 1660. Messier sagði erfitt að greina sundur stjörnurnar en kom ekki auga á nokkra þoku. Engu að síður rataði fyrirbærið í skrána.

Nafnið Winnecke er þannig til komið að árið 1863 skoðaði þýskur stjörnufræðingur, Friedrich Theodor Winnecke, sem starfaði við Pulkovo stjörnustöðina í Rússlandi, tvístirnið, skrásetti það og gerði hornamælingar. Hornbilið milli stjarnanna reyndist 49,2 bogasekúndur. Winnecke tók eftir vetrarbraut, NGC 4290, örskammt frá tvístirninu en hún er of dauf til þess að Hevelíus hefði getað séð hana með sínum litla sjónauka.

Árið 1991 gerði evrópska gervitunglið Hipparkos frekari mælingar sem sýndi að bilið hafði aukist frá tíma Winnecke og var nú orðið 52,8 bogasekúndur.

Stjörnurnar tvær nefnast HD 238107 (A) og HD 238108 (B). A stjarnan er svipuð sólinni, í litrófsflokki G0 en B stjarnan er annað hvort í litrófsflokki K0III. Þær eru annars vegar í 1900 ljósára fjarlægð og hins vegar í 510 ljósára fjarlægð.

Messier 40 sést vel frá Íslandi en nauðsynlegt er að nota stjörnukort af Stórabirni til að finna það.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 40, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_40

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 40. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-40 (sótt: DAGSETNING).