NGC 371

  • NGC 371, Litla-Magellanskýið
    Hér sést stjörnuþyrpingin NGC 371 og geimþokan í kring á mynd sem tekin var með FORS1 mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. NGC 371 er í Litla-Magellanskýinu, einni nálægustu vetrarbraut við Vetrarbrautina okkar. Mynd: ESO/Manu Mejias
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping / ljómþoka
Stjörnulengd:
01klst 03mín 25s
Stjörnubreidd:
-72° 4,4′ 00"
Fjarlægð:
200.000 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Túkaninn
Önnur skráarnöfn:
ESO 51-14

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop leit þyrpinguna augum fyrstur manna þann 1. ágúst árið 1826 er hann var við rannsóknir í Ástralíu.

Á myndum líkist NGC 371 að sumu leyti blóðpolli. Rauða skýið er rafað vetnisský, jónað vetni, þar sem ör sköpun nýrra stjarna á sér stað.

Heimildir

  1. ESO.org - Rósrauður bjarmi stjörnumyndunar

  2. Courtney Seligman - NGC 371

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 371