Tunglið, Venus og Mars eftir sólsetur 31. janúar

Sævar Helgi Bragason 26. jan. 2017 Blogg

Horfðu í vesturátt við sólsetur 31. janúar. Þar skín Venus skært rétt fyrir ofan vaxandi tunglsigð ásamt Mars

  • Tunglid-mars-venus-31jan

Horfðu í vesturátt við sólsetur 31. janúar. Þar skín Venus skært rétt fyrir ofan vaxandi tunglsigð. Vinstra megin (austan) við Venus er Mars, mun daufari en Venus en þekkist af rauðgula litnum. Þríeykið er í fiskamerkinu.

Með handsjónauka sést að Venus er aðeins að hálfu upplýst. Hafðu Venus neðarlega í sjónsviði handsjónaukans. Skammt fyrir ofan hana er stjarnan TX í Fiskunum, eins rauðleitasta stjarna sem hægt er að sjá himninum. Fjallað er um hana í bókinni Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna.

Skoðaðu þennan himneska þríhyrning í kvöld.