Venus er bjarta stjarnan á kvöld­himninum

Sævar Helgi Bragason 11. jan. 2017 Blogg

  • Venus á kvöldhimninum í janúar 2017

Þessa dagana skín Venus langskærast á kvöldhimninum í suðvestri. Ástarstjarnan hefur vakið talsverða athygli enda ægibjört og fögur.

Ástæða þess að hún er svona björt er sú að Venus er nokkuð nálægt okkur, aðeins um 100 milljón km í burtu, og endurvarpa skýin í lofthjúpi hennar 65% af sólarljósinu sem fellur á hana. Til samanburðar endurvarpar tunglið tæplega 14% af sólarljósinu.

Venus verður áfram áberandi á kvöldhimninum næstu tvo mánuði eða svo. Í lok þessa mánaðar munu Venus, tunglið og Mars mynda fallegan þríhyrning á kvöldhimninum. Ekki missa af því!