Sólkerfisrölt

Kennsluhugmyndir: Sólkerfið

Á Stjörnufræðivefnum er sérstök vefsíða með ýmsum hugmyndum um hvernig hægt er að vinna með sólkerfið og reikistjörnurnar.


Sólkerfisrölt

Eftirfarandi efni er komið inn á vefinn sem tengist sólkerfisrölti þar sem nemendur setja upp líkan af sólkerfinu:


Skjal til að reikna út hlutföll á stærðum reikistjarnanna og vegalengdunum á milli þeirra

Hægt er að velja stærð sólarinnar í líkaninu og Excel-skjalið reiknar rétt hlutföll fyrir reikistjörnurnar og vegalengdirnar á milli þeirra.

Í skjalinu eru þrír möguleikar:

  • Stærð sólar að eigin vali - skjalið reiknar út réttar stærðir reikistjarnanna og fjarlægðir á milli þeirra.

  • Sólin á stærð við körfubolta

  • Sólin á stærð við golfkúlu


Frásögn og myndir af sólkerfisrölti 7. bekkar í Melaskóla

Mjög góð síða sem sýnir meginhugmyndina að baki sólkerfisröltinu þótt útfærslan hafi verið sérstaklega vel útfærð (mun betur en almennt gerist):


Sólkerfi sem bragð er að

Á vefsíðu UNAWE verkefnisins er því lýst hvernig hægt er að nota matvæli í líkaninu af sólkerfinu.

Sólkerfið í réttum hlutföllum sett inn á Íslandskort
Sólkerfið sett inn á Íslandskort í réttum hlutföllum.