Hubble skoðar Júpíter

10. apríl

  • Júpíter 3. apríl 2017
    Júpíter 3. apríl 2017

Í byrjun apríl 2017 var Hubble geimsjónauka NASA og ESA beint að gasrisanum Júpíter, sem þá var í 670 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Á þessari glæsilegu mynd sjást smáatriði í skýjunum sem eru allt niður í 130 km á stærð svo upplausnin er býsna góð. Mest áberandi er Stóri rauði bletturinn, langlífur stormur á suðurhveli reikistjörnunnar sem hefur raunar farið minnkandi á síðustu árum. Nú um stundir er bletturinn rétt rúmlega á stærð við Jörðina.

Mynd: NASA, ESA og A. Simon (GSFC)

Ummæli