Vetrarbraut með spuna

15. október 2012

  • NGC 3344, Þyrilvetrarbraut, Bjálki
    NGC 3344 er bjálkaþyrilvetrarbraut í um 25 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu. Mynd: ESA/Hubble og NASA

NGC 3344 er glæsileg þyrilvetrarbraut sem er um það bil helmingi minni en vetrarbrautin okkar í 25 milljóna ljósára fjarlægð. Við erum svo heppin að horfa ofan á NGC 3344 svo við getum skoðað byggingu hennar í smáatriðum.

Vetrarbrautin hefur ytri hring sem hverfist í kring um innri hring með fíngerðum bjálka í miðjunni. Miðsvæðin eru að mestu úr ungum stjörnum en í útjaðri vetrarbrautarinnar má einnig sjá virk stjörnumyndunarsvæði.

Miðbjálka er að finna í tvemur af hverjum þremur þyrilvetrarbrautum. Bjálki NGC 3344 er sést greinilega á þessari mynd.

Hár þéttleiki stjarna í miðsvæðum vetrarbrauta gefur þeim nægileg þyngdaráhrif til að hafa áhrif á hreyfingu stjarna í henni. Hins vegar hreyfast stjörnur utarlega í NGC 3344 furðulega og tilvist bjálkans getur ein og sér ekki fyllilega útskýrt þessa furðulegu hegðun. Mögulegt er að NGC 3344 hafi komið of nálægt annarri vetrarbraut og stjörnur hafi færst til hennar frá nágrannanum en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta það.

Þessi mynd er samsett úr ljósmyndum sem teknar voru í sýnilegu og nær-innrauðu ljósi með Advanced Camera for Surveys á Hubble. Sjónsviðið spannar um 3,4 bogamínútur eða um einn tíundahluta af þvermáli fulls tungls.

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 3344
  • Tegund: Þyrilvetrarbraut
  • Fjarlægð: 25 milljónir ljósára

Myndir

Tengt efni

Ummæli