Litrík vetrarbraut sem ekki er dauð úr öllum æðum

5. nóvember 2012

  • NGC 5010, linsuvetrarbraut, meyjan, vetrarbraut
    NGC 5010 er vetrarbraut í 140 milljóna ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Meyjunni. Hún er að breytast í „rauða og dauða“ sporvöluvetrarbraut

Á þessari gullfallegu ljósmynd Hubblessjónauka NASA og ESA minna gulu og rauðu svæðin við miðju vetrarbrautarinnar sem hér sést um margt á sprengingu. Vetrarbrautin nefnist NGC 5010 og er að ganga í gegnum tímabil hamskipta. Aldurs síns vegna hefur hún breyst úr því að vera þyrilvetrarbraut, svipuð vetrarbrautinni okkar, yfir í sporvöluvetrarbraut. Á þessu breytingaskeiði er NGC 5010 það sem stjörnufræðingar nefna linsulaga vetrarbraut því hún býr bæði yfir eiginleikum þyril- og sporvöluvetrarbrauta.

NGC 5010 er í um 140 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Meyjunni. Hún er á rönd frá okkur séð svo Hubble getur horft inn í og rannsakað dökkar og rykugar leifar þyrilarma. Í NGC 5010 er greinilega hafin þróun á stórri bungu því skífan er að verða meira kúlulaga.

Flestar stjörnurnar í NGC 5010 eru rauðar og gamlar. Lítið er af bláum stjörnum sem lifa stutt og einkenna yngri vetrarbrautir sem enn mynda nýjar kynslóðir stjarna.

Stærsti hluti þess eldsneytis sem þarf til að mynda stjörnur — gas og ryk — hefur þegar verið nýtt. Með tímanum mun vetrarbrautin verða „rauð og dauð“ eins og stjarneðlisfræðingar segja stundum um sporvöluvetrarbrautir.

Myndin var tekin með Advanced Camera for Surveys á Hubble í fjólubláu og innrauðu ljósi

Mynd: ESA/Hubble & NASA

Um fyrirbærið

  • Nafn: NGC 5010
  • Tegund: Vetrarbraut
  • Fjarlægð: 140 milljónir ljósára
  • Stjörnumerki: Meyjan

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli