Morgunstjarnan og Satúrnus

15. apríl 2013

  • Venus, Satúrnus, hringar Satúrnusar
    Morgunstjarnan og Satúrnus. Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Morgunstjarnan Venus skín skært í dögun á Satúrnusi á þessari mynd sem Cassini geimfar NASA tók. Venus er ofarlega á myndinni við rönd reikistjörnunnar, beint fyrir ofan hvíta rák G-hrings Satúrnusar. Undir honum sést E-hringurinn, bláleitur vegna þess hvernig rykið í hringnum dreifir sólarljósinu í svipuðu ferli og veldur því að himininn á Jörðinni er blár. Bjarti bletturinn við E-hringinn er fjarlæg stjarna.

Venus er ein af bergreikistjörnum sólkerfisins ásamt Merkúríusi, Jörðinni og Mars. Hún er gjarnan sögð tvíburasystir Jarðar vegna þótt aðstæður á yfiborðinu gætu vart verið ólíkari. Þykkur lofthjúpurinn er úr koldíoxíði sem veldur óðagróðurhúsaáhrifum og hækkar yfirborðshitastigið upp í næstum 500 gráður. Þykk skýin eru úr brennisteinssýru sem endurvarpa miklu sólarljósi og gera Venus skæra.

Myndin var tekin þann 4. janúar 2013. Cassini var þá staddur í um það bil 597.000 km fjarlægð frá Satúrnusi. Myndin er í náttúrulegum litum.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Um fyrirbærið

  • Nafn: Satúrnus og Venus

Tengt efni

Ummæli