Leifar sprengistjörnu

6. maí 2013

  • Sprengistjörnuleifin SNR B0519-69.0 í Stóra Magellansskýinu. Mynd: ESA/NASA

Hér sést fyrirbæri sem nefnist SNR B0519-69.0 eða SNR 0513. Þunnu, blóðrauðu skeljarnar eru leifar stjörnu sem sprakk fyrir um 600 árum. Stjarnan sem endaði ævi sína á þennan sviplega hátt var líklega hvítur dvergur — stjarna sem í upphafi líktist sólinni okkar en var á lokastigum ævi sinnar. Hvíti dvergurinn hafði safnað til sín svo miklu efni frá nágrannastjörnu að hann sprakk.

SNR 0519 er í um 150.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Sverðfisknum. Í þessu stjörnumerki er stærstur hluti nágrannavetrarbrautar okkar, Stóra Magellansskýsins. Á svæðinu eru þess vegna ótal áhugaverð og glæsileg fyrirbæri.

Stóra Magellansskýið sveimar um Vetrarbrautina okkar og er fjórða stærsta vetrarbrautin í Grenndarhópnum. SNR 0519 er þó ekki eina rauðleita sprengistjörnuleifin í Stóra Magellansskýinu; fyrir örfáum árum tók Hubble geimsjónaukinn mynd af annarri slíkri og ekki síður fallegri: SNR B0509-67.5, sprengistjarna af sömu tegund og SNR 0519.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: Claude Cornen

Um fyrirbærið

  • Nafn: SNR B0519-69.0
  • Fjarlægð: 150.000 ljósár
  • Tegund: Sprengistjörnuleif

Ummæli