Nornakústur

3. júní 2013

  • Nornakústur, NGC 6960

Fyrir tíu þúsund árum síðan, enn nokkru fyrir dögun siðmenningar, kviknaði skyndilega nýtt ljós á himni sem smám saman dofnaði á nokkrum vikum. Í dag vitum við að ljósið stafaði af sprengistjörnu og leifina köllum við Slörþokuna (e. Veil nebula), sprengistjörnuleif.

Myndin er skörp og beinist að vesturhluta Slörþokunnar, sem ber skráarheitið NGC 6960 en er einnig nefnd Nornakústurinn. Miklar höggbylgjur frá sprengingunni örva efnið milli stjarnanna, miðgeimsefnið, svo það sendir frá sér ljós. Myndin er tekin á þröngum bylgjulengdarbilum ljóss og langir glóandi efnisþræðirnir eru sem gárur á vatni. Myndin sýnir að vetnis- (litað rautt) og súrefnisgas (litað blátt) liggja á ólíkum stöðum.

Sprengistjörnuleifin er í um 1.400 ljósára fjarlægð í átt að stjörnumerkinu svaninum. Nornakústurinn spannar um 35 ljósár. Bjarta stjarnan er 52 Cygni, sýnileg með berum augum, an alls ótengd sprengistjörnuleifinni.

Mynd: Martin Pugh

Höfundur texta: Ottó Elíasson

Ummæli