Upphaf og endir

10. júní 2013

  • Stjörnumyndunarsvæði, sprengistjörnur
    Innrauðar rannsóknir á W3 og W5 stjörnumyndunarsvæði með Spitzer og WISE innrauðu geimsjónaukunum.

Á þessari mynd, sem halda mætti að væri tekin neðansjávar af kórölum og þangi, sést upphaf og endalok stjarna. Myndin er sett saman úr innrauðum myndum frá Spitzer geimsjónauka NASA (sýndar í grænu og bláu ljósi) og mælingum Wide-field Infrared Survey Explorer (WISE) af enn lengri bylgjulengdum (sýndar rauðar).

Þræðirnir sem líkjast þangi eru leifar stjörnu sem sprakk og þeytti gastæjunum út í geiminn. Gaskýin sem sýnast bleik eru gríðarstór stjörnumyndunarsvæði. Sjá má þyrpingar massamikilla stjarna lýsa upp skýin neðarlega á myndinni þar sem þær mynda eitthvað sem líkist sápukúlu vegna sterkra vinda sem þær gefa frá sér.

Athuganir WISE af allri himinhvelfingunni auka getu Spitzer til muna, því þær ná mun lengra inn á innrauða svið rafsegulrófsins, en Spitzer var fær um að gera.

Höfundur texta: Tryggvi Kr. Tryggvason
Mynd: NASA/JPL-Caltech/Háskólinn í Wisconsin

Myndir

Tenglar

Ummæli