Stórir sólblettir ganga yfir sólu

15. júlí 2013

  • Sólblettaklasi á sólinni.

Einn stærsti sólblettaklasi síðari ára gengur nú þvert yfir sólina. Bjagað segulsviðið í blettunum gæti vel hrundið af stað sólstróki sem þeytir orkuríkum ögnum útí sólkefið okkar. Ef stór gusa frá sólinni lendir í segulhvolfi jarðarinnar gæti hún reynst geimförum á braut um jörðu og gervitunglum hættuleg. Minni gusur gætu aftur á móti bara kallað fram falleg norðurljós.

Á myndinni er sólblettaklasinn einsog hann leit út 8. júlí síðastliðinn. Segulsviðslínurnar á dekkstu svæðunum liggja beint í sjónlínu til okkar, en umhverfis blettinn sjálfan er svokallaður blettkragi. Í bakgrunni eru svo sólkornin, einsog kornflögur í skál. Hvert sólkorn er um 1.000 km í þvermál. Enginn veit svo hvað mun henda sólbelttaklasann, en þeir sem rannsaka veðrið í geimnum fylgjast spenntir með.

Myndin birtist á dögunum sem stjörnufræðimynd dagsins á vefnum apod.nasa.gov

Þýðandi texta: Ottó Elíasson.

Mynd: Damian Peach.

Myndir

Ummæli