Belti Venusar yfir Cerro Paranal

5. ágúst 2013

  • Cerro Paranal, belti Venusar
    Belti Venusar yfir Cerro Paranal. Mynd: C. Liefke/ESO

Á þessari mynd er horft í austurátt frá Paranal stjörnustöðinni, fáeinum sekúndum eftir að sólin settist. Appelsínugulur bjarminn frá sólsetrinu lýsir upp 1,8 metra hjálparsjónaukana og í fjarska svífur næstum fullt tungl á himninum. Myndin er þó áhugaverðari fyrir annarra hluta sakir, fyrirbæri sem kallast belti Venusar.

Gráblái skugginn yfir sjóndeildarhringnum er skuggi Jarðar og þar fyrir ofan er bleikur bjarmi. Þessi bjarmi myndast fyrir tilverknað rauða ljóssins í sólsetrinu þegar lofthjúpur Jarðar dreifir sólarljósinu. Sama fyrirbæri sést líka skömmu fyrir sólarupprás. Mjög svipuð áhrif verða við almyrkva á sólu.

Á myndinni sjást þrír af fjórum 1,8 metra hjálpaarsjónauknum sem hýstir eru í litlum færanlegum byggingum. Þessir sjónaukar eru notaðir í víxlmælingar en þá vinna tveir eða fleiri sjónaukar saman og mynda sýndarspegil sem aftur gerir stjörnufræðingum kleift að sjá mun fínni smáatriði en greina má með stökum sjónauka.

Mynd: C. Liefke/ESO

Ummæli