Dimmar, rykugar skeljar

26. ágúst 2013

  • Linsulaga vetrarbrautin PGC 10922. Mynd: NASA/ESA og Hubble
    Linsulaga vetrarbrautin PGC 10922. Mynd: NASA/ESA og Hubble

Þessa mynd tók Hubble geimsjónauki NASA og ESA af PGC 10922, linsulaga vetrarbraut — nokkurs konar millistigi sporvöluþoka og þyrilþoka.

Við horfum ofan á vetrarbrautina og sjáum þar af leiðandi skífu hennar vel, sem og þétta rykarma sem hverfast um bjarta miðjuna. Einnig sést að hjúpur vetrarbrautarinnar er mjög víðfeðmur og í honum eru daufar bogamyndanir eða skeljar. Líklega urðu þessar myndanir til þegar önnur vetrarbraut gerðist nærgöngul eða rann saman við PGC 10922. Svo virðist sem ryk hafi einnig losnað frá miðjunni og dreifst utar.

Í fjarska, langt fyrir aftan PGC 10922, sést aragrúi annarra vetrarbrauta.

Mynd: ESA/Hubble og NASA

Ummæli