Stjörnuskari

9. september 2013

  • Dvergvetrarbrautin ESO 540-31 í stjörnumerkinu Hvalnum
    Dvergvetrarbrautin ESO 540-31 í stjörnumerkinu Hvalnum

Ljósbláu, glitrandi deplarnir á myndinni, sem tekin var með Hubble geimsjónaukanum, minna um margt á fuglaskara á flugi. Í raun eru þetta þó stjörnur í dvergvetrarbrautinni ESO 540-31 sem er í rétt rúmlega 11 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Hvalnum. Í bakgrunni glittir í ótal aðrar mun fjarlægari vetrarbrautir.

Dvergvetrarbrautir eru smæstu og daufustu vetrarbrautirnar og hafa að geyma aðeins nokkur hundruð milljónir stjarna. Þótt það hljómi mikið er það sáralítið í samanburði við þyrilvetrarbrautir eins og Vetrarbrautina okkar sem innihalda mörg hundruð milljarða stjarna.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Ummæli