Glæður risastjörnu

16. september 2013

  • Glæður risastjörnu. Wolf-Rayet stjarnan HD 184738
    Glæður risastjörnu. Wolf-Rayet stjarnan HD 184738

Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók þessa mynd af stjörnunni HD 184738, sem einnig er kölluð vetnisstjarna Campbells. Hún er á Wolf-Rayet stiginu í ævi sinni en aðeins stjörnur sem eru meira en tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar fara á það stig. Þegar þetta gerist varpa stjörnurnar ört frá sér miklu magni efnis út í geiminn.

Wolf-Rayet stjörnur eru nefndar eftir tveimur frönskum stjörnufræðingum, Charles Wolf og Georges Rayet, sem báru kennsl á þær fyrstir manna um miðja 19. öld.

Stjörnur eins og HD 184738 eru skammlífar, mjög efnismiklar og gríðarlega heitar, jafnvel allt að 40 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar okkar. Þær eru líka mjög skærar og gefa að mestu frá sér úfjólublátt ljós og röntgengeislun og sýnast því stundum ekkert sérstaklega bjartar. Rauðan lit þeirra má rekja til niturs.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Ummæli