Hófskaflar á Mars

7. október 2013

  • Hófskaflar á Mars
    Hófskaflar á Mars

Hér sést sandöldusvæði í gömlum gígbotni á Noachis Terra, einu elsta svæði Mars.

Þegar aðstæður til að mynda sandöldur eru heppilegar — stöðugur vindur úr einni átt og nægur sandur — verða til hófskaflar (barchan sand dunes). Orðið „barchan“ er rússneskt að uppruna en það var fyrst notað til að lýsa sandöldum af þessu tagi í eyðimörkinni í Turkistan.

Hófskaflar hafa aflíðandi hlíðar vindmegin en mun brattari hlíðar hlémegin og þar myndast gjarnan horn eða hök. Í þessu tilviki hefur vindurinn komið úr suðvestri. Athuganir á sandöldum á Mars geta sagt okkur til um hve sterkir vindarnir eru og stefnu þeirra. Séu myndir teknar með reglulegu millibili gætu komið fram breytingar á öldunum og gárunum ofan á þeim.

Liturinn á myndinni er ekki í takt við það sem við sæjum með eigin augum. Það er vegna þess að aukalit (innrauðum) hefur verið bætt við. Augu okkar greina ekki innrautt ljós en það getur hins vegar gefið okkur vísbendingar um samsetningu yfirborðsins. Á Mars eru sandöldur oft dökkleitar því þær mynduðust úr basalti, algengri tegund eldfjallabrgs. Í þurra loftslaginu á Mars brotna dökkar steindir í basalti eins og ólivín og pýroxen ekki jafn hratt niður og á Jörðinni. Dökkar sandöldur eru sjaldséðar á Jörðinni en finnast þó á stöðum eins og Hawaii þar sem eldfjöllin spúa basalti.

Mynd: NASA/JPL/University of Arizona

Ummæli