Hubble skoðar NGC 4921

2. desember 2013

  • Þyrilvetrarbrautin NGC 4921
    Þyrilvetrarbrautin NGC 4921

Hér sést þyrilvetrarbrautin NGC 4921 á mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA. NGC 4921 er í um 310 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni og tilheyrir Haddþyrpingunni, stórri þyrpingu vetrarbrauta sem kennd er við stjörnumerkið Bereníkuhadd.

Þessi glæsilega þyrilvetrarbraut er ótrúlega sviplaus. Ástæðan er sú að í henni á sér stað sáralítil nýmyndun stjarna. Sjá má að í miðju vetrarbrautarinner er bjálki en umhverfis hann er áberandi rykhringur og bláar þyrpingar ungra stjarna. Í bakgrunni sést aragrúi miklu fjarlægari vetrarbrauta en í forgrunni skína fáeinar stjörnur úr Vetrarbrautinni okkar.

Mynd: Hubble Legacy Archive, ESA, NASA

Ummæli