Hickson hnapphópur

9. desember 2013

  • Hickson hnapphópur 22
    Hickson hnapphópur 22

Á þessari mynd frá Hubblessjónauka NASA og ESA sjást nokkrar vetrarbrautir í stjörnumerkinu Fljótinu. Mest áberandi er NGC 1190, hæga megin, en hún er hluti af vetrarbrautahópi sem kallast Hickson Compact Group 22 (HCG 22).

Fjórar aðrar vetrarbrautir tilheyra sama hópi en engin þeirra sést á myndinni: NGC 1189, NGC 1191, NGC 1192 og NGC 1199. Hinar vetrarbrautirnar á myndinni, 2MASS J03032308-1539079 (fyrir miðju) og dCAZ92 HCG 22-21 (vinstri), eru nálægari og ekki hlutar af HGC 22 hópnum.

Vetrarbrautahópa af þessu tagi mætti kalla Hickson hnapphópa á íslensku, því slíkir hópar eru mjög þéttir — vetrarbrautirnar eru nánast allar saman í hnapp. Hóparnir eru nefndir eftir stjörnufræðingnum Paul Hickson sem fann 100 slíka hópa á níunda áratug tuttugust aldar. Til að teljast til Hickson hnapphóps, þarf að minnsta kosti fjórar bjartar og þéttar vetrarbrautir. Þessir hópar endast stutt því að lokum renna vetrarbrautirnar saman í eina stóra sporvöluþoku.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: Luca Limatola

Ummæli