Tilvonandi sprengistjarna

6. janúar 2014

  • SBW 1, væntanleg sprengistjarna
    SBW 1, væntanleg sprengistjarna

Á þessari mynd frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést fyrirbæri sem minnir um margt á auga sem starir út í geiminn. Fyrirbærið kallast [SBW2007] 1 en gengur oftast undir stuttnefninu SBW 1. Þetta er stór þoka sem umlykur bláa reginrisastjörnu í miðjunni sem upphaflega var tuttugu sinnum efnismeiri en sólin okkar. Gashjúpurinn er leifar efnis sem stjarnan hefur varpað frá sér í gegnum tíðina.

Það áhugaverðasta við stjörnuna er þó að hún er um það bil að springa! Fyrir næstum 27 árum sprakk önnur stjarna, mjög lík þessari, í Stóra Magellansskýinu. Báðar voru umluktar jafnstórum hringum af svipuðum aldri sem breiddust út í geiminn með álíka miklum hraða. Auk þess voru báðar stjörnur í röfuðum vetnisskýjum (stjörnumyndunarsvæði) og með svipuð birtustig. Þannig mætti segja að SBW 1 gefi okkur nasasjón af síðustu ævidögum SN 1987A. Væntanlega kemur fæstum á óvart að stjörnufræðingar sýni þessari stjörnu mikinn áhuga.

Stjarnan er í um 25.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Vonandi verðum við heppin og sjáum hana springa á okkar ævi.

Mynd: ESA/Hubble og NASA. Þakkir: Nick Rose

Ummæli