Vetrarkoma á Satúrnusi

30. desember 2013

  • Suðurhvel Satúrnusar
    Suðurhvel Satúrnusar

Þann 29. júlí 2013 flaug Cassini geimfar NASA undir Satúrnus og tók þá þessa mynd af suðurhvelinu úr um það bil 1,615 milljón km fjarlægð. Sjá má hvernig skuggarnir frá A- og F-hringunum falla á suðurhvelið og milli þeirra, hægra megin fyrir ofan miðja mynd, er skuggi tunglsins Prómeþeifs. Myndin er í náttúrulegum litum.

Á suðurhvelinu er blá slikja að myndast í lofthjúpnum. Í upphafi Cassini leiðangursins sást samskonar slikja á norðurhvelinu. Bláa slikjan markar vetrarkomu á suðurhvelinu en hana má rekja til þess, að minna berst af útfjólubláu sólarljósi inn í lofthjúpinn svo minni móða myndast þar. Fyrir vikið verður lofthjúpurinn heiðari. Litlar agnir og sameindir dreifa ljósinu betur, auk þess sem metangleyping eykst. Við bæði þessi ferli verður lofthjúpurinn blárri.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/SSI

Text: Sævar Helgi Bragason

Ummæli