Gula höndin

17. janúar 2014

  • Sprengistjörnuleif og tifstjarnan PSR B1509-58 eða B1509
    Sprengistjörnuleif og tifstjarnan PSR B1509-58 eða B1509

Hér sjást leifar sprengistjörnu sem líta út eins og hönd. Í miðju þokunnar er tifstjarna; lítil, þétt leif stjörnunnar sem sprakk. Hún snýst sjö sinnum um sjálfa sig á sekúndu og sendir um leið frá sér vinda út í efnið í kring. Þetta efni verkar við sterkt segulsviðið sem veldur því að skýið verður glóandi heitt og gefur frá sér röntgengeislun. Tifstjarnan, sem kallast PSR B1509-58 eða B1509, sést ekki á myndinni, til þess er hún of lítil, en hún er nálægt ljósa blettinum.

Myndin var sett saman úr mælingum NuSTAR gervitungls NASA, sem mælir háorku-röntgengeislun (blátt), og mælingum Chandra röntgengeimsjónaukans sem mælir orkuminni röntgengeisla (grænt og rautt). Fyrir nokkrum árum birtist mynd frá Chandra af sömu hönd, sem þá var bláa höndin.

nifteindastjörnur, tifstjörnur

Mynd: NASA/JPL-Caltech/McGill

Ummæli