Árekstur!

17. febrúar 2014

  • Árekstragígur á Mars
    Árekstragígur á Mars

Athuganir sem gerðar voru með Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) sýna að um 200 loftsteinar rekast á Mars á hverju ári. Stundum myndast stórir og áberandi gígar eins og sá sem hér sést.

Myndir Context Camera (CTX) í MRO sýndu að á þessum stað myndaðist nýr árekstragígur einhvern timann milli júlí 2010 og maí 2012. Nú hefur HiRISE tekið mynd af þessum nýlega gíg og sýnt okkur hann í smáatriðum.

Á myndinni sést víðáttumikið, geislótt svæði og efni slest hefur í kringum um það bil 30 metra breiðan gíg. Sprengingin var mikil og kastaðist efni allt að 15 km frá gígnum. Gígurinn varð til í mjög rykugu landslagi og virðist hann því bláleitur í ýktum lit vegna skorts á rauðu ryki.

Með því að rannsaka dreifingu efnisslettanna í kringum gíginn geta vísindamenn lært meira um áreksturinn sjálfan.

Mynd: NASA/JPL/University of Arizona

Ummæli