Kappa Cassiopeia

24. febrúar 2014

  • Stafnhögg Kappa Cassiopeia
    Stafnhögg Kappa Cassiopeia

Flóttastjörnur geta haft mikil áhrif á umhverfi sitt þegar þær plægja sig í gegnum Vetrarbrautina eins og sjá má á þessari mynd frá Spitzer geimsjónaua NASA.

Stjarnan heitir Kappa Cassiopeia eða HD 2905. Hún er reginrisastjarna sem ferðast á yfir 1.100 km hraða á sekúndu (um 4 milljón km hraða á klukkustund) miðað við nágranna sína. Í kringum stjörnuna er öflugt segulhvolf þar sem sólvindur hennar flæðir um.

Þegar segulhvolf stjörnunnar rekst á gas og ryk í vetrarbrautinni myndast stafnhögg, eins og hjá skipi sem klýfur hafið. Stafnhöggið sem hér sést er um 4 ljósár fyrir framan stjörnuna, sem er um það bil sama fjarlægð og Proxima Centauri er frá sólinni. Áreksturinn er svo öflugur að gasið og rykið byrjar að glóa og gefa frá sér innrautt ljós sem Spitzer sér.

Mynd: NASA/JPL-Caltech

Ummæli