VLT fylgist með halastjörnu ranka við sér

10. mars 2014

  • Mynd VLT af halastjörnunni 67P/Churyumov-Gersimenko
    Mynd VLT af halastjörnunni 67P/Churyumov-Gersimenko

Þann 20. janúar 2014 vaknaði Rosetta geimfar ESA af værum blundi til að hefja stefnumótt sitt við halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko (67P/CG).

Frá sjónarhóli okkar á Jörðinni er halastjarnan 67P/CG nýkomin fram undan sól. Þann 28. febrúar 2014 var Very Large Telescope (VLT) ESO beint að halastjörnunni þegar hún birtist á himninum yfir Paranal stjörnustöðinni í Chile. ESO á í samstarfi við ESA um að fylgjast með halastjörnunni frá Jörðinni þegar Rosetta nálgast hana næstu mánuði. Mælingarnar munu hjálpa til við að undirbúa geimfarið fyrir stefnumót þess við halastjörnuna í ágúst á þessu ári (sjá pot1403a).

ESA mun nota þessa nýju mynd og margar aðrar til að betrumbæta siglingakerfi Rosetta og fylgjast með hve mikið ryk halastjarnan gefur frá sér. Myndin vinstra megin var búin til með því að stafla saman nokkrum myndum sem sýna stjörnurnar í bakgrunni — þeim var síðan hliðrað til að vega á móti færslu halastjörnunnar, sem sést sem lítill punktur ofan á einni rákinni (í miðju hringsins). Myndin hægra megin sýnir halastjörnuna þar sem stjörnurnar hafa verið fjarlægðar.

Nýja myndin sýnir að halastjarnan er að auka birtu sína en það bendir til þess að ísinn í kjarna hennar sé farinn að gufa upp þegar hún nálgast sólina. Rétt eins og Rosetta geimfarið er halastjarnan sjálf líka að vakna úr dvala.

Tenglar

Mynd: ESO/C. Snodgrass (Max Planck Institute for Solar System Research, Germany) & O. Hainaut (ESO)




Ummæli