Leyndardómar NGC 5793

17. mars 2014

  • Þyrilvetrarbrautin NGC 5793
    Þyrilvetrarbrautin NGC 5793

Á þessari nýju mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA sést NGC 5793, þyrilvetrarbraut í yfir 150 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Voginni. Í henni eru tvö áberandi sérkenni: Falleg rykslæða og einstaklega bjartur kjarni — mun bjartari en kjarni okkar eigin vetrarbrautar.

NGC 5793 er Seyfert vetrarbraut. Þær einkennast af mjög björtum kjörnum sem sennilega má rekja til hungraðra risasvarthola — svarthola sem geta verið mörg þúsund milljón sinnum efnismeiri en sólin okkar — sem svolgra í sig gas og ryk úr umhverfi sínu.

Fyrir stjörnufræðinga er þessi tegund vetrarbrautar mjög áhugaverð, af mörgum ástæðum. Hún virðist til dæmis geyma fyrirbæri sem kallast meisir. Á meðan leisar gefa frá sér sýnilegt ljós, gefa meisar frá sér örbylgjugeislun. Náttúrulegir meisar, eins og í NGC 5793, geta sagt okkur margt um umhverfi þeirra. Við sjáum meisana við fæðingarstaði stjarna. Í NGC 5793 eru líka öflugir mega-meisar sem eru mörg þúsund sinnum bjartari en sólin okkar.

Mynd: NASA, ESA go E. Perlman (Florida Institute of Technology). Þakkir: Judy Schmidt

Ummæli