Vígahnöttur yfir ALMA

7. apríl 2014

  • Vígahnöttur yfir ALMA
    Vígahnöttur yfir ALMA

Undanfarnar vikur hafa ljósmyndarar á vegum Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO) ferðast um stjörnustöðvar samtakanna í Chile og myndað þær undir stjörnubjörtum himni í Ultra HD upplausn. Þetta Ultra HD myndefni verður meðal annars notað í stjörnuverssýningar og verður öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu.

Á þessari mynd sést vígahnöttur yfir ALMA útvarpssjónaukaröðinni, sem er í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor hásléttunni í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Á miðri mynd, rétt fyrir ofan loftnetin, skín Mars skært ásamt Spíku, björtustu stjörnunni í stjörnumerkinu Meyjunni.

Hægt er að lesa meira um myndina hér.

Mynd: ESO/C. Malin

Ummæli