Emúinn og lamadýrið

14. apríl 2014

  • Vetrarbrautarslæðan yfir NTT
    Vetrarbrautarslæðan yfir NTT

Stjörnuskari umlykur hinn 3,58 metra New Technology Telescope (NTT) á þessari glæsilegu ljósmynd úr Ultra HD leiðangri ESO. Myndin var tekin fyrstu ljósmyndanóttina í La Silla stjörnustöð ESO sem er í 2400 metra hæð yfir sjávarmáli í útjaðri Atacamaeyðimerkurinnar í Chile.

Vinstra megin við vetrarbrautarslæðuna er bjarta appelsínugula stjarnan Antares í Sporðdrekanum. Satúrnus er bjarta stjarnan fyrir ofan og til vinstri við Antares, en Alfa og Beta Centauri skína skært í efra hægra horninu. Suðurkrossinn og skuggaþokan Kolapokinn sjást líka fyrir ofan Alfa og Beta Centauri.

Dökku skýin sem liggja í gegnum ljósleita vetrarbrautarslæðuna eru dökk gas- og rykský — hráefnin í nýjar stjörnur. Sérðu lamadýr eða emúa út úr dökku skýjunum fyrir ofan miðja mynd?

Mynd: ESO/B. Tafreshi

Ummæli